Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Ólafsson

(1727–29. júní 1799)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Ólafur lögsagnari Jónsson á Eyri í Seyðisfirði og kona hans Guðrún Árnadóttir prests í Hvítadal, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1745, stúdent 30. apr. 1749. Lagt var fyrir hann 1756 að verða prestur á Stað á Snæfjallaströnd og 1757 á Stað í Aðalvík, en hann neitaði því í bæði skiptin. Hann hafði lengi umboð byskupstíunda, og frá 1786 konungstíunda í Ísafjarðarsýslu. Bjó í Vigur.

Kona 1: Margrét (f. um 1711, d. 1769) Eiríksdóttir.

Börn þeirra: Matthías stúdent á Eyri í Seyðisfirði, Elísabet átti síra Markús Eyjólfsson á Söndum, Hólmfríður átti fyrr Finn Þorsteinsson, síðar síra Jón Sigurðsson í Dýrafjarðarþingum, Solveig átti fyrr Guðmund Þórðarson, síðar Guðmund Þorvarðsson.

Kona 2 (1771): Valgerður (f. 1744, d. 24. apr. 1835) Markúsdóttir prests í Flatey, Snæbjarnarsonar.

Börn þeirra: Halldór í Árbæ í Bolungarvík, Benedikt á Blámýrum, síra Markús á Álptamýri, síra Engilbert að Þingmúla, Karítas bl., Sesselja átti Bjarna Torfason að Brekku í Dýrafirði, Ragnheiður átti Magnús Þórðarson á Garðsstöðum (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.