Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Ólafsson

(16. janúar 1762 [1761, Vita]–14. septbr. 1798)

Foreldrar: Síra Ólafur Einarsson á Álptamýri og kona hans Anna Þórðardóttir stúdents í Norðtungu, Hákonarsonar. Ólst upp hjá föðurföður sínum, lærði 4 vetur hjá síra Vernharði Guðmundssyni í Otradal, tekinn í Skálholtsskóla 1778, varð stúdent 6. júlí 1783, með meðalvitnisburði, vígðist 14. okt. 1787 aðstoðarprestur föður síns, er þá hélt Skarðsþing. Bjó síðast í Hrappsey og andaðist þar.

Kona: Kristín Bogadóttir í Hrappsey, Benediktssonar.

Dóttir þeirra: Guðrún átti Ebenezer sýslumann Þorsteinsson í Hjarðardal, Kristín ekkja síra Þórðar átti síðar Skúla sýslumann Magnússon að Skarði (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.