Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Ásmundsson

(7. júní (8. júní, [kirkjub.] 1884–3. maí 1943)

. Útgm., kaupm. Foreldrar: Ásmundur (d. 26. dec. 1943, 93 ára) Þórðarson útvegsbóndi í Háteig á Akranesi og kona hans Ólína Bjarnadóttir á Kjaransstöðum, Brynjólfssonar. Gagnfræðingur í Flensborg 1906. Útgerðarmaður og kaupmaður á Akranesi frá 1908 til æviloka, stundum í félagi með öðrum.

Stundaði einnig landbúnað.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Kona (3. ág. 1907): Emilía (f. 17. febr. 1886) Þorsteinsdóttir á Grund á Akranesi, Jónssonar. Börn þeirra: Ólína Ása átti Ólaf verzim. Sigurðsson, Steinunn átti Árna verkstjóra Árnason, Júlíus útgerðarmaður, Ragnheiður átti Jón útgm. Árnason, Arndís átti Jón B. Ólafsson, Ingibjörg Elín átti Ármann rafvirkja Ármannsson, Þóra átti Ólaf húsasmið Vilhjálmsson (öll á Akranesi), Emilía átti Pál Ragnar loftskeytamann Ólafsson í Hafnarfirði (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.