Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Árnason

(26. nóv. [27. nóv., Bessastsk. og Vita] 1803–18. júlí 1862)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Illugason að Hofi á Skagaströnd og miðkona hans Sesselja Þórðardóttir að Stóru Borg, Einarssonar.

Lærði fyrst hjá síra Einari Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, tekinn í Bessastaðaskóla 1824, en missti skólavist vegna barneignar eftir 2 vetur. Var síðan að námi hjá síra Helga Thordersen, síðar byskupi, og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1. júní 1828, með góðum vitnisburði. Fekk uppreisn 22. apr. 1829. Var fyrst í þjónustu Sigurðar landfógeta Thorgrímsens, en setti bú að Skarði á Landi 1829, vígðist 19. júní 1836 aðstoðarprestur síra Jóns Bachmanns að Klausturhólum, fekk það prestakall 28. ág. 1845, komst þar í deilur við 2 merka sóknarbændur og fleiri, og varð af óhróður á síra Þórð. Fekk Vogsósa 4. okt. 1855, fluttist þangað næsta vor, Mosfell í Mosfellssveit 9. mars 1860 og andaðist þar. Kennimaður góður og vel að sér um margt, dugnaðarmaður og búhöldur.

Ýmislegt um hann er í Minnisblöðum F.J. á Kerseyri. Talinn kvenhollur, og urðu af óhróðursmál (sjá þingbók Árnesþings 1849).

Kona 1 (13. sept. 1829): Vilborg (f. 22. mars 1796, d. 6. mars 1853) Ingvarsdóttir í Skarði á Landi, Magnússsonar.

Sonur þeirra: Ingvar Magnús að Litla Búrfelli í Svínavatnshreppi.

Kona 2 (6. jan. 1854): Þóra (f. 3. júlí 1813, d. 1870) Auðunardóttir prests á Stóru Völlum, Jónssonar.

Dóttir þeirra: Sesselja átti síra Þorleif Jónsson á Skinnastöðum. Launsonur síra Þórðar (í skóla) með Guðnýju Magnúsdóttur, vinnukonu á Bessastöðum: Síra Jón að Auðkúlu (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1836; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.