Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Tómasson

(um 1566–Í júlí 1648)

Prestur. Foreldrar (taldir); Tómas Þórðarson að Tindum og kona hans Þorgerður Jónsdóttir. Er prestur orðinn 1602 og kemur þá við skjöl að Reykhólum. Hélt Garpsdal og bjó að Tindum. Lét þar af prestskap 1639.

Kona: Hallgerður eyðsluhönd Guðmundsdóttir að Dunki, Bjarnasonar.

Börn þeirra talin: Síra Tómas að Snæfjöllum, Sigurður að Hafrafelli, Helga átti Jón Tómasson að Sellátrum í Tálknafirði (synir þeirra voru hinir nafnkunnu Sellátrabræður), Margrét átti fyrr Magnús Alexíusson(?), síðar Auðun Guðmundsson að Kletti í Króksfirði (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.