Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Tómasson

(13. mars 1837–2. nóv. 1873)

Læknir.

Foreldrar: Síra Tómas Sæmundsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Sigríður Þórðardóttir sýslumanns í Garði í Aðaldal, Björnssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1851, varð stúdent 1857, með 1. einkunn (85 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júní 1868, með 2. einkunn lakari (523, st.). Settur haustið 10. mars 1870 héraðslæknir í austurhluta Norðuramts. Átti heima á Akureyri og andaðist þar.

Rit: Nokkur orð um mislinga, Ak. 1869.

Kona (26. okt. 1867): Kamille Kristiane, dóttir Enigs hljóðfærasmiðs í Kh.

Sonur þeirra: Síra Þórður (Tomasson) í Vemmetofte (Lækn.; Skýrslur; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.