Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Thorlacius (Brynjólfsson)

(31. dec. 1712–29. nóv. 1791)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Brynjólfur sýslumaður Thorlacius að Hlíðarenda og s.k. hans Jórunn Skúladóttir prests á Grenjaðarstöðum, Þorlákssonar. Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 1735, og hafði honum gengið nám treglega.

Fekk 1744 Þykkvabæjarklaustur, tók við 1745 og hélt til 1759 (um tíma að hálfu). bjó þá í Syðri Vík í Mýrdal, og enn 1762, en fyrir og eftir í Teigi í Fljótshlíð og andaðist þar. Þókti enginn gáfumaður, en búhöldur mikill, góðgerðasamur og lét sér mjög annt um að mennta börn sín.

Kona (1739): Kristín (f . 8. okt. 1714, d. 21. jan. 1785) Sigurðardóttir sýslumanns eldra í Árnesþingi, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Skúli rektor í Kh., Þorlákur klausturhaldari í Þykkvabæ, Gísli rektor í Reykjavíkurskóla eldra, Sesselja f. k. Vigfúsar stúdents Schevings að Hellum í Mýrdal, Sigurður andaðist í Slagelseskóla á Sjálandi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.