Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Thorgrímsen

(6. febr. 1821 [1820, Vita] – 25. ágúst 1889)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorgrímur Guðmundsson (Thorgrímsen) í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir (systir Helga byskups Thordersens). Fæddur í Reykjavík, Fór 15 ára með Jóhanni sýslumanni Árnasyni norður í Þingeyjarþing og var með honum 2 ár, en bróðir hans, Arnór Árnason (síðar sýslum. í Ytri Ey) kenndi honum, var síðan 1 ár í kennslu hjá síra Ólafi E. Hjaltesteð. Tekinn í Bessastaðaskóla 1839, stúdent 1845 (82 st.). Var síðan fyrst með foreldrum sínum, stundaði síðan 2 ár verzlunarstörf í Ólafsvík. Fekk Otradal 1849, vígðist 12. ág. s.á., Brjánslæk 22. febr. 1864, fekk þar lausn frá prestskap 10. jan. 1877, en gegndi þó prestþjónustu þar til 1879, fekk Otradal aftur 21. mars 1883, fekk þar lausn frá prestskap 3. apríl 1884, en var þar til æviloka. Hraustmenni, smiður góður og skrifari, valmenni.

Kona (6. maí 1850): Guðrún (f. 19. júní 1831, d. 2. júní 1916) Sveinbjarnardóttir rektors, Egilssonar; þau bl.

Þau slitu samvistir (Bessastsk.; Vitæ ord. 1849; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.