Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sæmundsson

(1763–11. jan. 1786)

Stúdent.

Foreldrar: Sæmundur fálkafangari Sæmundsson og kona hans Guðríður Bjarnadóttir á Breiðabólstað í Reykholtsdal, Sigurðssonar, Var barn að aldri tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1780, varð stúdent 5. júní 1782, með ágætum vitnisburði, var 6. maí 1786 veitt aldursleyfi til að gerast aðst.-prestur síra Hílaríusar Illugasonar, en andaðist að Mosfelli 5 dögum síðar. Var skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona (18. okt. 1785, með leyfisbréfi stiftamtmanns): Margrét (f. 1762) Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar; þau bl. Hún varð síðar s.k. síra Hílaríusar, en síðast átti hún Jón Jónsson að Klausturhólum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.