Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sveinsson

(20. dec. 1874 – 21. nóv. 1946)

. Læknir.

Foreldrar: Sveinn (d. 25. nóv. 1890, 51 árs) Pétursson á Geithömrum í Húnavatnssýslu og kona hans Steinunn (d. 29. júní 1882, 34 ára) Þórðardóttir í Ljótshólum, Þórðarsonar. Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1895 með 1. einkunn. Stúdent í Rv. 1901 með 2. eink. (77 st.). Lauk prófi í læknaskóla í Rv. 19.júní 1905 með 1. einkunn (169 st.).

Staðgöngumaður héraðslæknis í Keflavík júlí–sept. 1905. Var síðan á sjúkrahúsum í Danmörku og Þýzkalandi til ársloka 1906; kynnti sér þá geðveikralækningar. Var skipaður læknir og forstöðumaður hins nýreista geðveikrahælis á Kleppi 1. apr. 1907; var jafnframt kennari í réttarlæknis- og geðveikrafræði við læknaskólann og síðar háskólann í Rv. 1907–19. Áhugamaður um búskap og stóð fyrir mikilli ræktun í landi Klepps. Fekk lausn frá embætti 1. jan. 1940.

Átti sæti í bæjarstjórn Rv. 1920 – 30; endurskoðandi bæjarreikninga 1930–42. Skipaður gæzlustjóri Ræktunarsjóðs Íslands 1. okt. 1925; í lánveitinganefnd byggingar- og landnámssjóðs 10. dec. 1929. í stjórn Sálarrannsóknafél. Íslands frá 1918. Prófessor að nafnbót 2. apr. 1928. R. af fálk. 1936. R. af dbr. 1940. Bréfafélagi í The Royal Medico-Psychological Association 3. júlí 1935. Ritstörf: Vatnslækningar, Rv. 1923; nokkrar greinar í Læknablaði (sjá Lækn.). Kona (4. febrúar 1909): Ellen Johanne (f. 9. ág. 1888), dóttir Jens Ludvigs J. Kaaber framkv.stjóra í Kh.

Börn þeirra: Hörður skrifstofustjóri í Rv., Úlfar augnlæknir, Sveinn dr. rer., nat., menntaskólakennari á Ak., Nína Thyra átti fyrr Daníel bifreiðakennara Sumarliðason, síðar Trausta prófessor Einarsson, Agnar rithöfundur, Gunnlaugur dr. juris, Sverrir Friðþjófur blaðamaður (Lækn.; Br7.; o. fl.).

Þórður hefndi föður síns 1310 og þeir Ormur steypir með vígum þeirra Karlamagnúss og Þorsteins Finnbogasonar. Þórður hefir verið fyrri maður Halldóru Þorvaldsdóttur, Geirssonar auðga. Börn þeirra: Árni hirðstjóri, Arnór sýslumaður?, Björn (f. um 1317, d. 8. júlí 1361, líkl. faðir Einars í Dal í Eyjafirði (f. um 1340), föður Árna Dalskeggs, f. um 1365, d. 1434), Þorsteinn (á Stórólfshvoli?, faðir Ólafs helmings og Solveigar í Vatnsfirði) og Kristín (d. 1375) átti Þorstein lögmann Eyjólfsson. Halldóru átti síðar herra Snorri Ketilsson hirðstjóra, Þorlákssonar, systurson Jóns skráveifu Guttormssonar og því hafa þeir Árni hirðstjóri og Jón deilt um arf eftir Snorra (d. 1347) af fé Halldóru (Dipl. Isl. T– I; Laurentius saga; Ob. Isl.; Annálar) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.