Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sveinsson

(1727–20. dec. 1770)

Prestur,

Foreldrar: Sveinn Einarsson í Holti í Hvammssveit (síðast í Hvarfsdal) og kona hans Hallbera Þorláksdóttir. Lærði í Skálholtsskóla, varð stúdent 1756, var síðan í þjónustu Finns byskups Jónssonar, vígðist 16. okt. 1757 aðstoðarprestur síra Filippusar Gunnarssonar í Kálfholti, fekk prestakallið 1759, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka. Hann fær mjög lofsamleg ummæli frá Finni byskupi 1759. Var skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona: Guðfinna Þorsteinsdóttir í Árbæ í Holtum, Kortssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Svein Eyjólfsson að Hryggjum í Mýrdal, Valgerður átti fyrr síra Ólaf aðstoðarprest Árnason í Sólheimaþingum, síðar síra Stefán Þorsteinsson að Stóra Núpi, Bjarni að Reyni, Árni, Sveinn, Helgi. Guðfinna ekkja síra Þórðar átti síðar síra Odd Jónsson í Sólheimaþingum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.