Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sveinsson

(1623–1667)

Prestur.

Foreldrar: Sveinn Ólafsson í Bæjum á Snæfjallaströnd og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir prests í Hjarðarholti, Brandssonar.

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1647. Fekk Ögurþing 1652 Stað í Aðalvík 1657, í skiptum við síra Árna Loptsson, bilaðist á geði og fór þaðan 1658, enda hafði hann skrifað byskupi, að hann myndi láta þar af prestskap, og urðu deilur af skiptunum með honum og síra Árna Loptsssyni. Var í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar 1663–S5, veiktist í Skálholti í árslok 1665 og lá þar fram á sumar, var þá fluttur vestur að Bæjum, til bróður síns, og andaðist þar ókv. og bl. Hann var vel að sér, stærðfróður og hugvitsmaður (lét bæjarstrauminn í Skálholti knýja tæki til að berja fisk, mældi sigluna á duggu síra Páls í Selárdal), hefir samið rím (sjá Lbs. og AM.); þýðing hans á Compendium cosmographicum eftir Hans Nansen er varðveitt í Lbs. í eftirriti. Önnur rit eða þýðinar eftir hann, sem fyrri höfundar nefna, munu nú ekki kunn (JGrv. Coll.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.