Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sturluson

(1165–10. apr. 1237)

Goðorðsmaður á Stað á Ölduhrygg. Bróðir: Sighvatur (sjá ætt þar).

Kona 1: Helga Aradóttir sterka á Stað, Þorgilssonar; þau bl. og slitu samvistir.

Kona 2: Guðrún Bjarnadóttir prests, Bjarnasonar, ekkja Þorvarðs auðga Ásgrímssonar.

Börn þeirra Þórðar: Böðvar (faðir Þorgils skarða), Halla átti Tómas prest Þórarinsson. Launbörn Þórðar (með Þóru nokkurri): Ólafur hvítaskáld, Sturla lögmaður og skáld, Guttormur, Þórður tiggi, Valgerður, Guðrún. Þórður kom eigi mjög við stórviðburði, en var fasttækur, þar er hann lagði lið að (Sturl.; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.