Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sjáreksson, skáld

(10. og 11. öld)

Um hann er það vitað, að hann hefir verið venzlamaður Hjalta Skeggjasonar (og eitthvað bundinn Þórólfi Skólmssyni) og hefir verið með Eiríki jarli Hákonarsyni.

Auk lausavísna hafa varðveitzt eftir hann brot úr kvæði um Klæng Brúsason, drápu um Þórólf Skólmsson, Róðudrápu (Heimskr.; Sn.-E. AM.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.