Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sigurðsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Talinn skyldur eða venzlaður síra Þorleifi Sæmundssyni á Knappsstöðum.

Hefir orðið prestur í Hofsþingum um 1599 (búið að Miklabæ í Óslandshlíð), en undi þar ekki, fekk Knappsstaði 1601, enn á lífi 1650, fekk oft ölmusupeninga.

Kona talin: Guðrún eldri Gunnarsdóttir í Tungu í Stíflu, Ormssonar.

Börn þeirra, sem nefnd eru (hin talin hafa orðið aumingjar): Síra Grímur á Knappsstöðum, síra Konráð að Þingeyraklaustri, Þorleifur (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.