Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sighvatsson, kakali

(1210–11. okt. 1256)

Umboðsmaður konungs. Bróðir: Sturla (sjá ætt þar). Kom við flesta stórviðburði hérlendis um sína tíð, eftir fráfall föður hans og Sturlu, bróður hans (1238).

Gerðist erindreki Hákonar konungs gamla í valdatilraunum hans hérlendis, og er starf hans svo sem framhald starfsemi Sturlu, bróður hans, við andstöðu mikla frá Gizuri Þorvaldssyni og Kolbeini unga Arnórssyni. Óx Þórði mjög ásmegin við lát Kolbeins unga, og réð hann þá mestu í landinu um hríð. Hann andaðist í Noregi, eftir nokkura dvöl þar. Kvæntist ekki. Launbörn hans: Jón kárín; (með Kolfinnu Þorsteinsdóttur í Hvammi í Vatnsdal, Jónssonar): Halldóra; (með Ingveldi Úlfsdóttur): Þórður, Úlfur; (með Nereiði Styrmisdóttur): Styrmir (Sturl.; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.