Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Sigfússon

(um 1616–1707)

Prestur.

Foreldrar: Sigfús að Hvassafelli Ólafsson (prests í Saurbæ, Árnasonar) og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir í Gröf á Höfðaströnd, Hallgrímssonar. Lærði í Hólaskóla, var síðan í þjónustu Magnúsar lögmanns Björnssonar að Munkaþverá, fekk Mývatnsþing um 1642, missti þar prestskap 1647 fyrir barneignarbrot (með Valgerði Þorsteinsdóttur, og voru þau skyld að 3. og 4.). Fekk uppreisn 8. mars 1649 og síðan Myrká 1652 (að fullu 1653), mun hafa látið þar af prestskap 1701, andaðist í miklu bólu.

Kona: Helga Jónsdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit, Jónssonar (prests að Presthólum, Bjarnasonar).

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Þorfinnur að Felli í Sléttahlíð, Sigfús Skálholtsráðsmaður, síra Jón að Myrká, Sigurður, Ingibjörg s. k. síra Þorláks Ólafssonar í Miklabæ, Ólöf átti síra Gísla Sigurðsson að Kvennabrekku, Halldóra óg. og bl., Ingiríður átti Ólaf Gunnlaugsson, Egilssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.