Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Pálsson

(um 1772– 30. júní 1857)

. Bóndi. Foreldrar: Páll Ásmundsson á Þórðarstöðum í Fnjóskadal og (frá 1823) á Kjarna í Eyjafirði og kona hans Guðný Árnadóttir.

Merkur maður; kom börnum sínum vel til menningar. Er mjög fjölmenn ætt komin af honum. Dó í Miðhúsum í Húnaþingi. Kona (13. júní 1798): Björg (d. 26. febr. 1842, 62 ára) Halldórsdóttir í Hólshúsum í Eyjafirði, Björnssonar. Börn þeirra: Síra Benedikt í Selárdal, Páll á Þorljótsstöðum, Jón silfursmiður á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Árni umboðsmaður í Arnarnesi í Kelduhverfi, Guðný átti Þorstein Hallgrímsson á Hvassafelli (bróður Jónasar skálds), Sigurbjörg Ingibjörg átti Árna Pálsson á Syðra-Holti í Svarfaðardal, Þórdís átti Stefán Baldvinsson á Kjarna, Þorbjörg átti Stefán Gunnarsson í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Björg átti Jón Jónsson timburmann í Miðhúsum í Húnaþingi og síðar á Tjörn á Skagaströnd, Kristbjörg átti fyrr Metúsalem sterka Jónsson í Möðrudal, síðar síra Pétur Jónsson á Valþjófsstað (s. k. hans), Kristjana Guðbjörg átti fyrr Þorgrím Jónsson Stephensen á Korpólfsstöðum, síðar Kristján Þórðarson í Litluhlíð á Barðaströnd, Ingibjörg átti Andrés Tómasson frá SyðriBægisá, Aðalbjörg dó á Brjánslæk 1861, óg. og bl. (Kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.