Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Pálsson

(30. júní 1876–24. dec. 1926)

Læknir. Foreldrar; Síra Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir sýslumanns að Litla Hrauni, Guðmundssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1889, stúdent 1896, með 1. einkunn (90 st.)., úr læknaskóla 28. jan. 1902, með 2. einkunn lakari (8434 st.). Var í spítölum í Kh. 1902. Fekk Öxarfjarðarhérað 16. sept. 1903, Mýrahérað 5. júní 1907 (Borgarneshérað, sem hann fekk 27. okt. 1908), og hélt til æviloka. Átti heima í Borgarnesi.

Sönghneigður maður,

Kona (10. okt. 1903): Guðrún (f. 19. jan. 1876) Björnsdóttir ritstjóra og ráðherra, Jónssonar; þau bl. (Skýrslur; Óðinn XIX; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.