Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Oddsson

(um 1672– í nóv. 1704)

Prestur.

Foreldrar: Síra Oddur Eyjólfsson í Holti undir Eyjafjöllum og kona hans Hildur Þorsteinsdóttir prests sst., Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, hefir líkl. orðið stúdent 1691, fór utan s. á., var skráður í stúdentatölu í háskólinum í Kh. 8. okt. s. á., kom til landsins 1692, varð heyrari í Skálholtsskóla 1693, kirkjuprestur í Skálholti 1696, fekk vonarbréf fyrir Völlum 24. dec. 1697, fluttist norður vorið 1698, var heyrari í Hólaskóla veturinn 1698–9, tók við Völlum vorið 1699 og hélt til æviloka, var prófastur í Vaðlaþingi frá 4. okt. 1698 til æviloka. Hann var talinn fyrir öðrum mönnum og hinn ásjálegasti sýnum.

Kona (konungsleyfi 10. mars 1703, með því að þau voru systkinabörn): Valgerður (f. um 1676, dó 3 dögum eftir mann sinn, af harmi, að talið er) Jónsdóttir prests á Barði, Sveinssonar. Dóttir þeirra: Ragnheiður átti Eggert Bjarnason að Skarði á Skarðsströnd (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.