Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Narfason

(– – 12. maí 1308)

Lögmaður norðan og vestan 1296– 7 og 1300.

Foreldrar: Narfi prestur Snorrason á Kolbeinsstöðum og Valgerður Ketilsdóttir prests og lögsögumanns á Kolbeinsstöðum, Þorlákssonar. Bjó að Skarði á Skarðsströnd. Synir hans: Sveinn prestur á Kolbeinsstöðum og (líkl.) Þorsteinn lögmaður, má vera og Guðmundur skáld eða skáldstikill (Ob. Isl.; Isl. Ann.; Landn.; Safn II; BB. Sýsl.; SD. Lögsm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.