Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þórður Marteinsson
(um 1525–1554)
Prestur. Launsonur Marteins byskups Einarssonar.
Hélt Hruna nálega 2 ár (1546–8). án þess að vera vígður.
Fór utan með föður sínum, er hann tók byskupsvígslu, 1548, varð síðan eftir í Kh., kom til landsins 1550, var síðan í Skálholti og hélt þar skóla 2 ár, fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð vorið 1552, við uppgjöf síra Þorleifs Eiríkssonar (sem ekki vildi ganga að hinni nýju siðbreytni), og hefir þá vígzt. Var lærður maður, hinn mesti mælskumaður og skáldmæltur, með því að sumir eigna honum þýðing sálmakvers föður hans hins prentaða.
Kona (um 1552): Katrín (d. um 1570) Hannesdóttir hirðstjóra, Eggertssonar, ekkja Gizurar byskups Einarssonar. Þau síra Þórður bl. (Bps. bmf. IT; JH. Skól.; HÞ.).
Prestur. Launsonur Marteins byskups Einarssonar.
Hélt Hruna nálega 2 ár (1546–8). án þess að vera vígður.
Fór utan með föður sínum, er hann tók byskupsvígslu, 1548, varð síðan eftir í Kh., kom til landsins 1550, var síðan í Skálholti og hélt þar skóla 2 ár, fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð vorið 1552, við uppgjöf síra Þorleifs Eiríkssonar (sem ekki vildi ganga að hinni nýju siðbreytni), og hefir þá vígzt. Var lærður maður, hinn mesti mælskumaður og skáldmæltur, með því að sumir eigna honum þýðing sálmakvers föður hans hins prentaða.
Kona (um 1552): Katrín (d. um 1570) Hannesdóttir hirðstjóra, Eggertssonar, ekkja Gizurar byskups Einarssonar. Þau síra Þórður bl. (Bps. bmf. IT; JH. Skól.; HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.