Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Magnússon, skáld

(16. öld)

Bóndi á Strjúgsstöðum (Strjúgi) í Langadal.

Foreldrar: Magnús lögréttumaður Gunnsteinsson sst. og kona hans Halldóra Þórðardóttir.

Hann var vinsælt skáld á sinni tíð, og enn kunna menn vísur eftir hann. Eftir hann eru varðveittar Rollantsrímur, Valdimarsrímur og Fjósaríma, auk þess kvæði og vísur. Kvæði eftir hann er pr. í Ísl. gátur o.s. frv. IV).

Kona (1574): Ragnhildur Einarsdóttir á Auðúlfsstöðum (systir Bessa sst.).

Börn þeirra: Oddur skáld, Rannveig skáld (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.