Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þórður Magnússon
(26. sept. 1829–7. apr. 1896)
Bóndi.
Foreldrar: Síra Magnús Þórðarson á Rafnseyri og kona hans Matthildur Ásgeirsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Bjó í Súðavík, að Borg í Skötufirði, í Hattardal, að Skarðseyri, fór til Vesturheims 1893 og andaðist þar. 2. þm. Ísf. 1881–5.
Kona 1 (21. jan. 1856): Guðrún Magnúsdóttir, ekkja síra Arnórs skálds Jónssonar að Vatnsfirði; þau áttu eina dóttur, sem dó ung, og slitu samvistir 1863.
Kona 2 (1868): Guðríður Hafliðadóttir í Heydal, Hafliðasonar; þau áttu fjölda barna, og munu flest hafa farið vestur um haf með foreldrum sínum.
Sonur hans (með Petrínu Jónsdóttur): Þórður skáld Grunnvíkingur (Alþingismannatal; SGrBf.; o. fl.).
Bóndi.
Foreldrar: Síra Magnús Þórðarson á Rafnseyri og kona hans Matthildur Ásgeirsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Bjó í Súðavík, að Borg í Skötufirði, í Hattardal, að Skarðseyri, fór til Vesturheims 1893 og andaðist þar. 2. þm. Ísf. 1881–5.
Kona 1 (21. jan. 1856): Guðrún Magnúsdóttir, ekkja síra Arnórs skálds Jónssonar að Vatnsfirði; þau áttu eina dóttur, sem dó ung, og slitu samvistir 1863.
Kona 2 (1868): Guðríður Hafliðadóttir í Heydal, Hafliðasonar; þau áttu fjölda barna, og munu flest hafa farið vestur um haf með foreldrum sínum.
Sonur hans (með Petrínu Jónsdóttur): Þórður skáld Grunnvíkingur (Alþingismannatal; SGrBf.; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.