Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Konráðsson

(um 1668–3. jan. 1713)

Prestur.

Foreldrar: Síra Konráð Þórðarson að Þingeyraklaustri og kona hans Guðrún (föðurnafn ekki greint). Tekinn í Hólaskóla 1681 og varð stúdent þaðan, komst síðan í þjónustu Sigurðar lögmanns Björnssonar (til hans er hann kominn 1689), og hann fekk því til vegar komið, að hann varð (um 1698) aðstoðarprestur síra Péturs Ámundasonar að Mosfelli í Mosfellssveit, fekk það prestakall 1702 og hélt 107. til æviloka.

Kona (líkl. 1702): Guðrún (f. um 1660) Snorradóttir, ekkja Braga Gizurarsonar á Lambastöðum; þau síra Þórður bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.