Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson „helgi“

(um 1340–1385)

. Faðir(?): Jón smiður (d. 1355) Pétursson, Jónssonar prests, Péturssonar, Sveinssonar, Helgasonar prests (d. 1175), Skaftasonar prests, Þórarinssonar. Talinn hafa búið á Barðaströnd. 1385, á jólum, riðu þeir Guðmundur sýslumaður Ormsson frá Skarði og Eiríkur Guðmundsson (líklega Snorrasonar) heim að Þórði og fönguðu hann og var hann síðan höggvinn eftir dómi Orms sýslumanns Snorrasonar (frá Skarði). Segir Jón Guðmundsson, að aftakan hafi gerzt í Krosshólum, og Þórði gefið að sök, að hann vildi hjálpa bróður sínum (Jóni, sem höggvinn var 1385). Menn töldu síðar Þórð helgan og hétu á hann.

Bein hans voru flutt í Stafholt (Annálar). Sonur hans mætti vera: Pétur á Fossi á Barðaströnd (Dipl. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.