Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(– – 1662)

Prestur.

Foreldrar: Jón Þórðarson að Borg (líkl. systursonur Bjarna Oddssonar að Skarði) og kona hans Ingiríður (víðast talin Guðmundsdóttir á Laxamýri, Nikulássonar). Virðist hafa stundað nám bæði í Hólaog Skálholtsskóla. Vígðist 6. júní 1640 (eða 1641) að Bitruþingum, bjó að Óspakseyri, lét þar af prestskap eða missti um 1647, bjó 1649 á Melum í Hrútafirði, fekk Garpsdal um 1650, hélt til æviloka og bjó á Ingunnarstöðum.

Kona (1644). Kristín Einarsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Guðmundssonar; þau bl. Hún varð síðar s.k. Steinólfs Árnasonar frá Staðarfelli, Gíslasonar; þau einnig bl. Launsonur síra Þórðar talinn: Bjarni (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.