Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(um 1609–27, okt. 1670)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Guðmundsson í Hítardal og kona hans Guðríður Gísladóttir lögmanns, Þórðarsonar. Lærði hjá föður sínum, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. sept. 1628, varð þar fyrstur Íslendinga attestatus, kom til landsins 1630, vígðist 24. okt. 1630 aðstoðarprestur föður síns, fekk vonarbréf fyrir Hítardal 11. mars 1633, tók við staðnum 1634, við lát hans og hélt til æviloka.

Hann var fremstur klerka í Skálholtsbyskupsdæmi, auðmaður mikill, en þó rausnsamur og höfðingi. Vitur maður og: manna bezt að sér um marga hluti. Bréf hans 3 um náttúru landsins og menning landsmanna eru prentuð með ritum Th. Browne's læknis (sjá Þorv. Th. Landfr. Ísl. Il). Eftir hann er merk ættartölubók (brot í frumriti í Lbs., uppskriftir í Lbs. og AM.). Fleira mun og mega finna eftir hann í handritum, þ. á. m. merka uppskrift af Landnámabók (AM. 106, fol.).

Kona (konungsleyfi 16. apr. 1642 vegna þremenningsfrændsemi): Helga (f. 1626, d. 13. ág. 1693) Árnadóttir lögmanns, Oddssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorsteinn að Skarði, Guðríður átti Jón Hólabyskup Vigfússon (PEÓI. Mm.; Saga Ísl. V; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.