Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(um 1515– um 1575)

Prestur, Skálholtsráðsmaður (bróðir síra Páls í Keldnaþingum, er dó um 1540).

Skyldur Stóra Núps-fólki. Varð „ráðsmannsdjákn“ í Skálholti um 1535, enda hafði hann lært þar, er ráðsmaður þar 1563–5 og aftur 1571–2. Hann hefir verið prestur í Steinsholti frá því um 1540, og þar kemur hann síðast við skjal 10. apr. 1575.

Sonur hans: Síra Guðmundur að Hrepphólum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.