Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(5. apr. 1858–18. okt. 1914)

Bóndi.

Foreldrar: Jón Halldórsson á Laugabóli við Ísafjarðardjúp og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Bjó á Kirkjubóli í Langadal 1892–7, síðan á Laugabóli til æviloka. Kappsmikill atorkumaður, varð t. d. formaður á útvegi föður síns í verstöðvum vestra. Í búskap bætti hann t.d. vel hús öll og jók túnið um 60 dagsláttur.

Var mikils metinn og gegndi trúnaðarstörfum í héraði. Naut sín lítt frá fimmtugu til æviloka, fyrir sakir vanheilsu.

Kona 1 (1887): Sigríður (d. 1889) Jónsdóttir á Melum í Hrútafirði, Jónssonar; Þau bl.

Kona 2 (27. sept. 1890): Hallfríður (Halla) skáldkona Eyjólfsdóttir. Af börnum þeirra komust upp: Sigurður á Laugabóli, Jón framkvstj. á Siglufirði, Gunnar, Ólafur, Eyjólfur, Gústaf Adolf, Jón Leópold, Guðrún, Jóhanna, Jakobína, Guðbjörg, Ingibjörg (Óðinn XIV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.