Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(1769–1. okt. 1834)

Prestur,

Foreldrar: Jón síðast í Flekkudal efra Jónsson prests á Reynivöllum, Þórðarsonar, og kona hans Guðrún Jónsdóttir á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Einarssonar (sammæðra systir síra Halldórs Þórðarsonar á Torfastöðum). F. í Reykjadalskoti Naut fyrst tilsagnar Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar og síra Þorvalds Böðvarssonar (ekki nefndur í Vita), var tekinn í Reykjavíkurskóla eldra (efra bekk) 1792, stúdent 23. júlí 1794. Var hann á vegum Vigfúsar sýslumanns að Hlíðarenda 1 vetur, svo sem á námsárum sínum, varð 7. ág. 1795 djákn á Breiðabólstað í Fljótshlíð, setti bú að Núpi vorið 1796, fekk Kaldaðarnes 2. nóv. 1797, vígðist 6. maí 1798, bjó í Kálfhaga, fekk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 28. júlí 1811, fluttist þangað vorið 1812, fekk Lund 9. nóv. 1814, fluttist þangað 1815, lét þar af prestskap 1833 og andaðist þar. Hann var búhöldur góður, en kennimaður minni og ekki vinsæll. Ræður eftir hann og uppskriftir ýmsar eru Varðveittar í Lbs.

Kona (14, júní 1796): Ingibjörg (d. 29. júní 1834, 61 árs) Snorradóttir að Núpi í Fljótshlíð, Grímssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Grím Steinólfsson á Grímsstöðum í Reykholtsdal (sonur þeirra síra Magnús skáld), Halldór í Bakkakoti í Bæjarsveit, Björn að Útskálahamri, síðast í Rv., Þórður, Vigdís átti Illuga Ketilsson að Síðumúla (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.