Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónsson

(16. öld)

Prestur. Tók við Hofteigi 24. júní 1564. Eftir það hefir hann fengið hálfa Hallormsstaði.

Hefir síðan fengið Klyppsstað, lagði þar niður prestskap 1583, vegna barneignabrota margra (sjá dóm 5. febr. 1585). Fekk síðan aftur Klyppsstað; þar er hann prestur 1593 (Dipl. Ísl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.