Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Jónasson

(26. febr. [9. jan., Bessastsk.] 1800–25. ág. 1880)

Dómstjóri.

Foreldrar: Síra Jónas Jónsson í Reykholti og kona hans Þórdís Jónsdóttir prests í Garði, Sigurðssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1816, varð stúdent 1820, með mjög góðum vitnisburði. Stundaði síðan kennslu og var skrifari hjá Þórði sýslumanni Björnssyni í Garði. Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1825*, með 1. einkunn, próf í lögfræði 19. apr. 1830, með 1. einkunn í báðum prófum. Vann síðan í fjármálastjórn Dana. Fekk Vaðlaþing 24. febr. 1835 og hélt til vors 1837, varð yfirdómari í landsyfirdómi 15. sept. 1836, dómstjóri 31. mars 1856, fekk lausn 24. maí 1877.

Gegndi jafnframt ýmsum embættum, settur í Gullbringu- og Kjósarsýslu 3. mars–3l. júlí 1840, aftur frá 19. sept. 1850 fram á sumar 1853, amtmannsembætti í Norður- og Austuramti frá sumri 1849 fram á sumar 1850, landfógetaembætti frá því í marsmánuði 1852 fram á sumar, stiftamtmannsembætti 1. mars–26. júní 1855, aftur frá hausti 1859 til 15. júní 1860 og loks 2. ág. 1860 fram á sumar 1865. Varð justitsráð 6. okt. 1852, r. af dbr. 6. okt. 1856, komm.! af dbr. 11. maí 1865, dbrm. 2. ág. 1874, r. af fr. heiðursfylk. 1863. Konungsfulltrúi á alþingi 1861–S5, aðstoðarmaður konungsfulltrúa 1867, kkj. þm. 1845–59 og 1869–75. Ritstörf: Um sættamál, Rv. 1847; Tíðindi frá nefndarfundum, 1842 (sá um þau); ritstjóri Reykjavíkurpósts 1847–9.

Kona (1838): Sofía Dórothea (d. 26. jan. 1890) Rasmusdóttir verzlunarmanns Lynges á Ak* Þetta er rétt; hann tók art. 11. nóv. 1825 og hitt síðar á árinu. ureyri.

Börn þeirra, sem upp komust: Theodór amtmaður, Dr. med. Jónas landlæknir, María s. k. Óla póstmeistara Finsens, Anna dó uppkomin og bl., Sigurður stúdent fór til Vesturheims, Sigríður. Þessi systkin nefndu sig Jónassen.

Launsonur Þórðar dómstjóra, áður en hann fór utan (með Margréti Stefánsdóttur prests í Sauðanesi, Einarssonar): Síra Þórður í Reykholti (Bessastsk.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.