Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Högnason

(1731–26. jan. 1791)

Prestur.

Foreldrar: Síra Högni Sigurðsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 30. apr. 1754. Fyrir hann var lagt að taka við Refsstöðum 10. dec. 1755, dugðu honum engar undanfærslur, vígðist 8. júní 1756, fekk Ás í Fellum í okt. 1766, fluttist þangað vorið 1767, Kirkjubæ í Tungu 4. mars 1777 og hélt til æviloka. Varð orðlagður að minni og næmi, var jafnan mjög fátækur.

Kona: Guðný Gunnlaugsdóttir á Skjöldólfsstöðum, Jónssonar, ekkja Guðmundar Árnasonar á Refsstöðum.

Börn þeirra síra Þórðar: Síra Gunnlaugur á Hallormsstöðum, Halldór stúdent, Guðríður óg. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.