Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Hákonarson

(um 1697–4. nóv. 1761)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Hákon sýslumaður Hannesson í Rangárþingi og kona hans Þrúður Björnsdóttir sýslumanns að Espihóli, Pálssonar, Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1713, varð stúdent 1717, fór utan 1719, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. jan. 1720. Hann sókti aldrei um embætti, fekk umboð Borgarfjarðarjarða 1736. Vel gefinn maður, skáldmæltur (sjá Lbs.), en drykkjumaður og þá svakafenginn, enda fargaði hann smám saman flestum jarðeignum sínum, og var dánarbú hans illa statt. Bjó fyrst í Norðtungu, þá í Geirshlíð frá 1736, en frá 1757 að Hamri í Þverárhlíð.

Kona (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi "7. maí 1728): Jarþrúður (f. um 1685, enn á lífi 1762) Magnúsdóttir að Hólum í Eyjafirði, Benediktssonar. Dóttir þeirra: Anna átti síra Ólaf Einarsson á Álptamýri. Tvær voru laundætur Þórðar: (með Helgu Helgadóttur) Þuríður átti Jón Pálsson í Deildartungu, (með Guðbjörgu Andrésdóttur, er áður hafði átt barn með kvæntum manni) Ingibjörg (var við skím 1745 kennd Hákoni Magnússyni) átti Brynjólf Einarsson (Grímssonar) í Vestfjörðum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.