Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Hróbjartsson (Roðbjartsson)

(um 1406 – 1465)

.

Prestur. Líklega af ætt Hróðbjarts Þorleifssonar skeifu, Þormóðssonar. Var leikmaður 1427. Heimaprestur á Hólum 1430–32. Dæmdur til Rómferðar sem pílagrímur 19. júní 1431, fyrir barneign með Þóru nunnu á Reynistað Illugadóttur, Björgólfssonar. Var síðan prestur á Felli í Sléttahlíð 1439 til æviloka 1465. Synir hans og Þóru nunnu: Hlugi og Þórður Tindaskrjóður, faðir Þorgerðar konu Brands lögréttumanns Ólafssonar, Sölvasonar, Arngrímssonar. Dóttir Illuga, Þórðarsonar prests, og konu Illuga, Þorbjargar Brandsdóttur sýslumanns, Sigurðssonar, var Ingibjörg, er átti Guðmund á Steiná Indriðason, Úlfssonar. Frá þeim Illuga og Þórði Tindaskrjóði eru fjölmennar ættir (Dipl. Ísl. IV–IX og ættatölur) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.