Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Hjörleifsson

(29. sept. 1791–1814)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Hjörleifur Þorsteinsson á Hjaltastöðum og kona hans Bergljót Pálsdóttir. Mun fyrst hafa lært hjá móðurbróður sínum, síra Guttormi Pálssyni, síðast í Vallanesi, tekinn í Bessastaðaskóla 1806, stúdent 28. maí 1810, með ágætiseinkunn í öllum námsgreinum, nema einni. Hann drukknaði á Reyðarfirði vorið 1814, ókv. og bl. (Bessastsk.; HÞ.) Þórður Hrappsson, skeggi (9. og 10. öld). Landnámsmaður og bjó fyrst í Bæ í Lóni, síðar á Skeggjastöðum í Mosfellssveit.

Foreldrar: Hrappur Bjarnarson bunu og Þórunn græningjarjúpa.

Kona Þórðar: Vilborg Ósvaldsdóttir konungs og Úlfrúnar hinnar óbornu Játmundardóttur Englakonungs.

Dætur þeirra: Helga átti Ketilbjörn gamla Ketilsson að Mosfelli, Þuríður átti Eirík að Hofi í Goðdölum Hróaldsson (Landnámabók).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.