Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Henriksson

(– –6. febr. 1652)

Sýslumaður.

Foreldrar: Henrik sýslumaður Gíslason að Innra Hólmi og kona hans Guðrún Magnúsdóttir sýslumanns prúða, Jónssonar. Fór utan 1626, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 13. nóv. s.á. Þegar hann kom til landsins virðist hann hafa verið framan af í þjónustu föður síns og síðan Árna lögmanns Oddssonar (t. d. 1634–5). Virðist hafa verið sýslumaður í Kjósarsýslu 1636 (sjá dóm hans 16. maí s.á.). Fekk 1638 hálft Þverárþing sunnan Hvítár, við lát föður síns, og hélt til æviloka. Var og alþingisskrifari frá 1645. Vitur maður og fylginn sér í verzlunarmálum landsins (kæra hans 1647 er pr. í Andvara 1912). Bjó að Innra Hólmi.

Kona 1 (1627). Anna (d. 1647) Pétursdóttir, dönsk að ætt, og áttust þau, er hann var að námi í Kh.

Börn þeirra: Pétur að Innra Hólmi, Guðrún átti launson og var gerð arflaus, átti síðan Jón eldra Ólafsson prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (Böðvarssonar), Björn, Hans, Henrik.

Kona 2 (1648): Þorlaug (enn á lífi 1692) Einarsdóttir að Héðinshöfða, Nikulássonar; þau bl. Launsonur Þórðar (í milli kvenna): Jón lögréttumaður á Bakka í Melasveit (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.