Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Hallsson

(– – 25. sept. 1312)

Riddari (herraður 1294).

Foreldrar: Hallur Jónsson á Möðruvöllum, Örnólfssonar og kona hans Guðný Böðvarsdóttir í Bæ í Borgarfirði, Þórðarsonar (SD.). Kom nokkuð við kirknamál. Bjó á Möðruvöllum.

Var í röð helztu höfðingja.

Getur að því að hafa afstýrt vandræðum (barg t. d. Krók-Álfi á Hegranesþingi).

Kona: Guðný Helgadóttir, Loptssonar.

Börn þeirra: Loptur riddari, Valgerður átti Jón lögmann Björnsson á Grund. Laundóttir (með Eirnýju Helgadóttur, Helgasonar, sjá Landn.): Rannveig átti Þorstein að Auðbrekku Geirsson auðga, Þorvaldssonar, Guðmundssonar dýra (SD.) (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Ob. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.