Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Halldórsson

(16. sept. 1777–18. febr. 1837)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Þórðarson á Torfastöðum og f. k. hans Vigdís Pálsdóttir. F. í Haukholtum í Ytrahrepp. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent 1. júní 1799, með góðum vitnisburði, vígðist 4. okt. 1807 aðstoðarprestur föður síns, bjó frá 1808 í Borgarholti, frá 1818 í Fellskoti, fekk Torfastaði 28. apr. 1824, við uppgjöf föður síns, og hélt til æviloka. Heldur góður kennimaður, góðmenni og vel látinn.

Kona 1 (1. júní 1808): Sesselja (f. 4. dec. 1787, d. 21. okt. 1818) Jónsdóttir á Flókastöðum í Fljótshlíð, Þorlákssonar (prests á Prestbakka, Sigurðssonar).

Börn þeirra, er upp komust: Jón í Austurkoti hjá Oddgeirshólum, Halldór eldri, ókv. og bl., lengi vinnumaður hjá Halldóri yngra, bróður sínum, hengdi sig 1876, Þorleifur í Bræðratungu.

Kona 2 (1. júní 1819): Guðrún (f. 15. nóv. 1788, d. 25. dec. 1850) Halldórsdóttir í Vorsabæ á Skeiðum, Ólafsosnar.

Börn þeirra, er upp komust: Halldór hreppstjóri í Bræðratungu, Sesselja ljósmóðir átti Þórð Jónsson að Syðri Reykjum, Páll bjó á Álptanesi (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.