Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Gíslason

(– – 1680)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Jónsson að Hrafnagili og kona hans Ingunn Eiríksdóttir prests að Auðkúlu, Magnússonar.

Lærði í Hólaskóla, fór utan 1629, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. febr. 1630, kom til landsins samsumars, fór aftur utan 1632 og kom árið eftir; hafði góða vitnisburði frá Óla Worm, og voru nokkurar bréfagerðir með þeim síðar.

Hefir vígzt líkl. 1637 og þá sennilega að Kvíabekk, fekk Upsir vorið 1667 (veiting 9. sept. s. á.) og jafnframt umráð nokkurra Hólastólskota í Ólafsfirði, fekk Tjörn í Svarfaðardal 1675, er talinn hafa látið þar af prestskap 1678.

Kona: Helga Skúladóttir (systir Þorláks byskups); höfðu þau átt barn saman, áður en hann vígðist.

Börn þeirra: Síra Jón að Tjörn, Gísli stúdent, Magnús drukknaði á leið til útlanda, Guðrún eldri átti Helga Eyvindsson að Yzta Mói í Fljótum, Guðrún yngri átti síra Jón Guðmundsson að Felli í Sléttahlíð, Þórunn átti Jón Sigurðsson, Björg átti Gunnar á Böggvisstöðum í Svarfaðardal Þorleifsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.