Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsson

(– – 1659)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur lögréttumaður Guðmundsson í Bæ í Borgarfirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests í Stafholti, Egilssonar, Lærði í Skálholtsskóla.

Mun hafa vígzt 21. júlí 1633 aðstoðarprestur móðurbróður síns, síra Högna Jónssonar að Stafafelli. Dvaldist í Skálholti a. m. k, veturinn 1636– 7, tók við Kálfafelli 21. júní 1640 og hélt til æviloka, tók við umsjá Hörgslandsspítala vorið 1657 ásamt síra Magnúsi Péturssyni á Hörgslandi.

Kona: Guðný (d. um 1683) Pálsdóttir prests að Hrepphólum, Erasmussonar; hún var svo vel að sér, að hún kenndi sonum sínum söng og undirstöðuatriði í latínu.

Börn þeirra: Helga f. k. Sigurðar lögréttumanns Einarssonar (sýslumanns að Felli, Þorsteinssonar), Guðmundur lögréttumaður að Sævarhólum í Suðursveit, síra Jóhann í Laugardælum, síra Páll aðstoðarprestur á Kálfafellsstað, Katrín átti síra Einar Bjarnason að Kirkjubæjarklaustri, Guðlaug átti síra Þorleif Árnason að Kálfafelli, Kristín átti síra Odd yngra Eyjólfsson í Vestmannaeyjum, Högni fór utan og kom eigi aftur (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.