Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsson

(28. okt. 1844–5. apr. 1922)

Bóndi. jú Launsonur Guðmundar Einarssonar í Kvíarholti í Holtum og Sigríðar Þórðardóttur að Efri Hömrum, Jónssonar. Bjó á Hala í Holtum 1869–1913 og dvaldist þar síðan til æviloka. Var hreppstjóri og dugnaðarmaður, formaður í 30 ár fyrir Háfssandi og Loptsstaðasandi, alþm. Rang. 1893–1901, gætti talsvert í verzlunarsamtökum bænda á sinni tíð.

Kona 1 (1869): Valdís (d. 1877) Gunnarsdóttir að Sandhólaferju, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Margrét átti Ólaf búfræðing Ólafsson í Lindarbæ, Þórunn átti Þorstein Jónsson í Meiri Tungu, Jónína átti Hannes veræzlunarmann Þórðarson.

Kona 2 (1879): Kristín, alsystir f. k. hans.

Börn þeirra: Þórdís átti Bjarna Jónsson í Meiri Tungu, Gunnar kaupmaður í Reykjavík, Sigríður átti Ingimund kaupmann Jónsson í Keflavík (Óðinn IX; Alþm.tal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.