Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsson

(1703–S8. júlí 1741)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Vernharðsson í Selárdal og kona hans Margrét Arngrímsdóttir, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent um 1724, fór utan 1725, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. okt. s. á., tók guðfræðapróf 8. mars 1728, með 1. einkunn, vígðist 30. júní 1730 aðstoðarprestur síra Hjalta Þorsteinssonar að Vatnsfirði, fekk Grenjaðarstaði 3. dec. 1734, fluttist þangað vorið 1735 og hélt til æviloka. Þjóðsagnir eru um atvik að dauða hans.

Kona: Halldóra (enn á lífi 1756) Hjaltadóttir prests að Vatnsfirði, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Síra Þorsteinn á Stað í Súgandafirði, Arngrímur dó barnl. um tvítugt, Guðmundur í Vatnsfjarðarkoti, Sigríður, Ólöf átti síra Jón Sigurðsson í Ögurþingum (HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.