Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsson

(17. júlí 1844–29. júlí 1921)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Guðmundur Gíslason í Laxárnesi í Kjós og kona hans Kristín yngri Þorsteinsdóttir stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar. Bjó fyrst í Laxárnesi, síðan að Neðra Hálsi í Kjós frá 1882 til æviloka og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Dugmikill maður, hygginn og bjó fyrirmyndarbúi.

Kona 1: Guðrún (d. 1894) Guðmundsdóttir, Ísakssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur trésmiður og útgerðarmaður í Gerðum í Garði, Þorbjörn héraðslæknir á Bíldudal, Hjörleifur trésmiður í Rv., Kristín átti Tryggva trésmið Matthíasson frá Fossá, Þórður í Reykjavík.

Kona 2: Guðfinna Gísladóttir í Laugardælum, Þormóðssonar; þau bl. (Óðinn V; Br7.; 0. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.