Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsson

(11. apr. 1811–19. ág. 1892)

Sýslumaður.

Foreldrar: Guðmundur verzlm. Ketilsson á Ísafirði og kona hans Sigríður Helgadóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Einarssonar, Fór 7 ára gamall í fóstur til móðurbróður síns, síra Árna Helgasonar, stúdent frá honum úr heimaskóla 1830, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1830–1, með 1. einkunn, próf í lögfræði 25. apr. 1835, með 2. einkunn í báðum prófum. Var síðan í skrifstofu stiftamtmanns, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1. júlí 1839–26. maí 1840, og settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1. ág. 1840, fekk þá sýslu 14. jan. 1841, gegndi jafnframt Borgarfjarðarsýslu 1846–T, bæjarfógetastörfum í Rv. frá hausti 1848 fram á sumar 1849, gegndi fjórum sinnum yfirdómarastarfi í landsyfirdómi.

Fekk Árnesþing 16. maí 1850, gegndi því starfi til hausts 1866, fekk lausn 19. febr. 1867. Varð kammerráð 21. sept. 1851. Kkj. þm. 1855–9. Vel látinn maður.

Bjó lengstum (til 1883) að Litla Hrauni á Eyrarbakka, dvaldist í Gaulverjabæ 1883–T, en síðan í Reykjavík til æviloka.

Kona (9. jan. 1841): Jóhanna (f . 8. okt. 1817, d. 17. dec. 1883) Lárusdóttir kaupmanns Knudsens í Reykjavík.

Börn þeirra, er upp komust: Margrét Andrea átti síra Pál Sigurðsson í Gaulverjabæ, Árni fór til Vesturheims, Þórður læknir á Rosmhvalanesi, fór til Vesturheims, síra Oddgeir að Ofanleiti, Þorgrímur kennari í Reykjavík, Sigríður s.k. síra Jóhanns Þorsteinssonar í Stafholti, Sigurður sýslumaður í Arnarholti (Lbs. 48, fol.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.