Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Guðmundsen

(14. mars 1848–29. janúar 1899)

Læknir.

Foreldrar: Þórður sýslumaður Guðmundsson að Litla Hrauni og kona hans Jóhanna Lárusdóttir kaupmanns Knudsens í Reykjavík. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1861, stúdent 1867, tók próf í læknisfræði hjá Jóni landlækni Hjaltalín 16. sept. 1872, með 2. einkunn betri.

Var í spítölum í Kh. 1872–3.

Settur 1874 aukalæknir á Rosmhvalanesi, fekk 14. ág. 1876 2. læknishérað, var sviftur embætti um stundarsakir 17. maí 1883 (frá 1. júní) og að fullu 10. jan. 1884. Fór til Vesturheims 1885. Stundaði lækningar 95 í Detroit Harbour í Wisconsin og andaðist þar, ókv. og barnl. (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.