Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Gudjohnsen

(14. sept. 1844–16. mars 1926)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Pétur organleikari Guðjónsson og kona hans Guðrún Lárusdóttir kaupmanns Knudsens. Tók ungur að sinna veræzlunarstörfum, var um tíma í Skotlandi, var 2–3 ár verzlunarstjóri í Rv., en frá 1871 í Húsavík (fyrir Örum og Wulf), unz hann fluttist til Kh. 1902 og átti þar heima til æviloka. Dugmikill maður og hvetjandi mjög til framfara í Húsavík, vinsæll, enda hjálpsamur og ráðhollur.

Kona 1: Halldóra (d. 23. júní 1881) Þórðardóttir dómstjóra Sveinbjörnssonar.

Börn þeirra: Þórður læknir í Borgundarhólmi, Stefán verzlunarstjóri í Húsavík, Kirstín Katrín átti Ásgeir lækni Blöndal, Sveinbjörn, Baldur,

Kona 2: María, dóttir Theodórs læknis (Þórðarsonar) Sveinbjörnssonar (bróðurdóttir f.k, hans).

Börn þeirra: Selma átti Langvad verkfræðing, Halldór búfræðingur í Kh., Halldóra átti Wm. dýralækni Lincoln, Guðrún átti Axel Rogberg verkfræðing, Anna Emilía átti Emil Ströbeck, Sveinn Víkingur hljóðfæraleikari í Reykjavík.

Laundóttir Þórðar: Þóra átti Jakob Möller sendiherra í Kh.

Launsonur hans (með Helgu, er síðar átti Siggeir kaupmann Torfason í Reykjavík): Friðrik fór til Vesturheims, ættleiddur af síra Jóni Bjarnasyni og konu hans (föðursystur sinni), skrifar sig því Bjarnason, fæst við húsagerð í Winnipeg (Sunnanfari IX; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.