Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Flóventsson

(29. júní 1850–25. apr. 1935)

Bóndi.

Foreldrar: Flóvent Þórðarson á Hafursstöðum í Öxarfirði og kona hans Helga Guðmundsdóttir í Vatnshlíð, Magnússonar, Bjó víða, lengst (1902–18) í Svartárkoti í Bárðardal. Bætti mjög býli sín, enda verklaginn og kappsamur. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t. d. lengi deildarstjóri kaupfélagsins.

Eftir að hann lét af búskap, hafði hann árlega styrk til þess að leiðbeina mönnum um laxog silungaklak og ferðaðist í því skyni víða um land. Skýrslur hans um þetta eru (í Lbs.) fjölritaðar 1929 og 1932.

Kona 1 (1880): Jóhanna (d. 1881) Jóhannesdóttir að Ærlæk, Pálssonar. Dóttir þeirra: Sigríður ekkja í Héðinsvík.

Kona 2 (1885): Jakobína (f. 30. sept. 1849), ekkja í Þórunnarseli í Kelduhverfi Jóhannesdóttir að Reistará, Pálssonar.

Börn þeirra eru: Björg í Rv., Snæbjörn í Svartárkoti, Hólmfríður að Grænavatni, síra Erlendur Karl í Odda (Óðinn XXI; Br7.; o. fl.) Þórður Gíslason (16. öld).

Prestur. Tveir prestar eru með 93 þessu nafni og koma báðir við reikninga í Skálholti 1561–70, er annar bryti þar, hinn prestur að Mosfelli í Grímsnesi (kemur og við reikningana 1558–9).

Annarhvor þeirra kemur þegar við skjöl 1545 og fær prófastsdæmi í nokkurum hluta Rangárþings 1546 (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.