Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Eiríksson

(um 1701–1755)

Prestur

Foreldrar: Síra Eiríkur Oddsson að Hrepphólum og s.k. hans Guðrún Daðadóttir prests í Steinsholti, Halldórssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1716, stúdent 1725, fekk Vogsósa 13. jan. 1726, vígðist 28. apr. s.á. (eftir að byskup hafði haft hann hjá sér um tíma til að fullkomna hann), lét þar af prestskap 1748, vegna holdsveiki, og hafði síðustu árin styrk af tillagi þurfandi presta. Í skýrslum Harboes fær hann daufan vitnisburð, að öðru en guðrækni.

Kona: Ragnhildur (d. 1779) Jónsdóttir í Eymu, Hróbjartssonar; þau bl. (HÞ.,; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.